This is an automated archive.
The original was posted on /r/iceland by /u/ZenSven94 on 2023-09-22 23:57:57+00:00.
Jæja pípz. Ef þið þyrftuð að nefna eina eða tvær ástæður fyrir því að þið mynduð flytja frá Íslandi, hverjar væru þá þær ástæður?
Sjálfur er ég kominn með algjört ógeð af þessari húsnæðisspillingu sem mér finnst vera að rýgja hinn almenna Íslending inn að beini. Gef sem dæmi að ríkið er að fara selja nokkrar eignir og er það inn í myndinni að þeir fari að leigja húsnæði í staðinn. Það sýður á mér að Ríkið (okkar skattfé fari í vasann á gráðugum leigusölum). Og að enginn geri neitt.
Og í staðinn fyrir að byggja meira er fundið upp á einhverri bullshit lausn eins og að hækka húsnæðisbætur. Hvert fara þessar húsnæðisbætur? Að stórum hluta í vasann á gráðugum leigusölum sem hækka svo bara leiguna. Að hækka húsnæðisbætur er quick fix sem í raun gerir bara vandamálið verra.