This is an automated archive.

The original was posted on /r/iceland by /u/Thossi99 on 2023-09-20 18:49:22+00:00.


Bý á Ásbrú þar sem völlurinn er eiginlega alltaf alveg tómur þannig maður er ekki að hitta mikið fólk þar. Á fullt af vinum sem horfa með mér á körfubolta en ógeðslega erfitt að draga þá með mér út að spila í alvöru. Virðist aldrei neinn nenna að fara út, alltaf bara reynt að fá mig til að hoppa með í einhvern tölvuleik frekar en að fara út. Er nú 23 ára og á ekki að vera mikið mál að spila einn en það verpur bara svo hundleiðinlegt dag eftir dag að vera alveg aleinn að spila.

Annað slagið ef maður fer í Keflavík þar sem fleiri eru að spila kemst maður inn í leik þar en oftar en ekki eru hópar í sléttum tölum og maður vill ekkert vera að reyna að troða sér inn í það sérstaklega ef maður þekkir ekkert fólkið.