This is an automated archive.
The original was posted on /r/iceland by /u/CoconutB1rd on 2023-09-22 17:46:35+00:00.
Hvar er hægt að fá að vera innandyra að þrífa og bóna bílinn sinn hér á höfuðborgarsvæðinu? Allavega þannig að maður þyrfti ekki að vera undir berum himni að því.
Og kostar það eitthvað leigugjald eða annars konar gjald? Og hvað þá mikið c.a.?
Það er frekar leiðinlegt að eiga bíl sem manni þykir vænt um og þarf að láta hann grotna niður ef maður er ekki nógu geðveikt ríkur til að eiga bílskúr. Er vissulega hægt að gera þetta úti en þá er maður háður því að sólin baki ekki efnin á bílinn áður en þau ná að virka/verða þurrkuð aftur af. Eða að hann haldist þurr svo að bónferlið skemmist ekki.
Að treysta á það er ekkert mikið hægt á íslandi og ekkert alltaf auðvelt að plana svona miðað við veðurspá.
Ef svona bílskúrsleiga (eða einhver aðstaða sem myndi virka) er ekki í boði hérna. Af hverju í fjandanum ekki?!
Fullt af fólki gæti nýtt sér svona við t.d. þrif eða viðgerðir á bílum, fólk sem hefur ekki aðgang að bílskúr þótt það þurfi hann bara í smá tíma. Fólk sem hefur vilja og kunnáttu í að redda þessu sjálft.
Dag, viku, mánaðarleiga ætti að vera í boði, rétt eins og það er fullt af geymsluhúsnæði í boði.
Þetta er alveg buisness hugmynd fyrir einhvern, þið megið eiga hana😉